Kveikjur

53 Litir, tákn, leturgerðir, sjónarhorn, mynd, orðalag, grafísk hönnun – allt þetta og fleira til sendir okkur skilaboð um eitt eða annað. Það er alltaf verið að segja okkur eitthvað. Einfalt dæmi um þetta geturðu séð ef þú skoðar vöruauglýsingar frá matvöruverslunum. Allar selja þær okkur mat, en sumar leggja áherslu á verð á meðan aðrar leggja áherslu á gæði og vöruúrval. Þetta endurspeglast í auglýsingum þeirra, í litavali, uppsetningu, áferð og flæði – geturðu séð hvernig? Og geturðu séð fyrir þér að víxla ólíkum búningum verslananna – myndi það ganga upp? Það sama má segja um allt sem er sett í búning lita, grafískrar hönnunar og texta, t.d. plötuumslög, bókakápur og forsíður tímarita. Segja allar forsíður okkur sömu söguna? Er andinn yfir þeim svipaður? Hverjar eru áherslurnar og áferðin á hverju tímariti? Hvað segja auglýsingar í raun og veru? Hvaða áhrif hef ég? 12. Greining á forsíðum Vinnið saman í hópum, skoðið ólíkar forsíður tímarita og ræðið eðli þeirra. Hvað segja þær? Er yfirbragð þeirra rólegt eða eru þær litríkar og mikil hreyfing? Eru þær ætlaðar ákveðnum aldurshópum eða öðru kyninu umfram hitt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=