Kveikjur

54 Auglýsingar eru frábært hráefni til að leika sér með merkingu og tungumálið. Vinnið saman í pörum eða þriggja manna hópum og hafið nóg af dagblöðum, tímaritum, skærum og lími við höndina. Sleppið ímyndunaraflinu lausu og látið útkomuna verða óvænta og jafnvel ögrandi. Klippið slagorð úr auglýsingum og skeytið saman við aðrar auglýsingar. Búið þannig til nokkrar nýjar auglýsingar. Klippið fyrirsagnir úr fréttum og skeytið við aðrar fréttir. Í hvers konar auglýsingar henta þessar myndir? Fyrir hvaða vöru eða þjónustu gætu þær staðið? 16. Að klippa og líma og snúa út úr (aftur) Allt getur verið efniviður fyrir skapandi leik. Taktu forsíðu tímarits þar sem eru margar myndir og fyrirsagnir og klipptu þær á „vitlausan hátt“ þannig að fyrirsagnirnar tengist öðrum myndum en upprunalega var ætlað. Prófaðu líka að færa forsíður á milli ólíkra blaða og sjáðu hvort tónninn passar. 17. Að búa til sjónvarpsfrétt Vinnið saman í pörum og veljið ykkur eina frétt úr dagblaði. Gerið hana að sjónvarpsfrétt þar sem annað ykkar er fréttamaður og hitt viðmælandi. Þið megið breyta og bæta við fréttina eftir þörfum. 18. Nýjasta nýtt! Þessar vörutegundir voru að koma úr framleiðslu og það vantar slagorð fyrir þær. Semjið slagorð svo enginn geti staðist vöruna. táfýlusokkar svitalykt á brúsa fölsk fiðla brúnir bananar götótt regnföt 14. 13. 15. Leikur með auglýsingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=