Kveikjur

52 Fleiri fyrirsagnir Fyrirsagnir í nútímafjölmiðlum eru margar mjög krassandi og hlaðnar merkingu. Þær eru oft til þess fallnar að vekja forvitni okkar og fá okkur til að lesa fréttina. Hér eru þrjár fyrirsagnir – líttu á þær. Óútskýrt mannslát lætur hann ekki í friði Þau allra óttalegustu Þurfum líka aðeins að hefna okkar 9. Skoðaðu hvaða hlutverk fornöfnin hafa í fyrirsögnunum. Til hvers eða hverra vísa þau? Óútskýrt mannslát lætur hann ekki í friði Hver er hann og hvaða mannslát hefur þessi áhrif á hann? Þau allra óttalegustu Hver eru þau? Hvers vegna eru þau óttalegust? Þurfum líka aðeins að hefna okkar Hverjir þurfa að hefna sín? Á hverjum? Af hverju? Settu þig í spor blaðamanns og skrifaðu undirfyrirsögn við fyrirsagnirnar í verkefninu þar sem fram kemur hver persónan/persónurnar eru á bak við fornöfnin og örstutt um hvað fréttin fjallar. 10. Hvaða orðflokk vantar í þessar fyrirsagnir? Fékk hringingu af Litla–Hrauni Strauk frá Skagaströnd Vilja frekar sofa úti 11. Og enn fleiri fyrirsagnir: Frambjóðandi á kaffipokum Hvaða orðflokk vantar í þær? Af hverju ætli honum hafi verið sleppt? Hefur það áhrif að hann vantar? Endurskrifaðu fyrirsagnirnar og settu orðflokkinn sem vantar. Hverju breytir það? Fimm fullar hjólbörur af rottum Tugir tonna á hverjum degi „Ökumaður í gallabuxum missti stjórn á hjóli sínu“ Þetta er raunveruleg fyrirsögn. Heldurðu að blaðamaðurinn hafi skemmt sér vel við að skrifa hana? Eða var hann bara ekki vaknaður?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=