Kveikjur

51 7. Hvað segja heitin á fornafnaflokkunum þér um hlutverk þeirra? Þegar þú hefur velt þessu vel fyrir þér skaltu fletta upp í málfræðibók og finna út hvaða fornöfn tilheyra hvaða flokki. Hver eru persónufornöfnin? Hvenær notum við persónufornöfn? Hvað með hina flokkana? 8. Hvað er að gerast á myndunum hér á síðunni? Gefðu krökkunum nöfn og segðu bekkjarfélaga þínum frá því sem er að gerast á myndunum. Þú mátt ekki nota fornöfn. Hvernig varð frásögnin þín? Var mikið um endurtekningar? Hafðir þú þolinmæði í að endurtaka nöfn allra, alltaf? Fornöfn hafa ýmis mikilvæg hlutverk í tungumálinu og það helsta er að koma í veg fyrir sífelldar endurtekningar nafnorða – þau eru nokkurs konar fulltrúar nafnorða. Fornöfn skiptast í sex flokka: • persónufornöfn • eignarfornöfn • ábendingarfornöfn • spurnarfornöfn • afturbeygt fornafn • óákveðin fornöfn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=