Kveikjur

50 Fornöfn 6. Hver er munurinn á þessum tveimur textum? Hvorn textann finnst þér þægilegra að lesa? Af hverju? Með ekka eftir sigur á ólympíuleikum „Í leikskóla sagði Jón Margeir alltaf: Jón Margeir dedur ekki, dedur ekki. Það þýddi Jón Margeir getur ekki. En Jón Margeir er búinn að sýna núna að Jón Margeir getur,“ segir Erla Margrét Sverrisdóttir, föðuramma hins rétt tæplega tvítuga Jóns Margeirs Sverrissonar, gulldrengs Íslands. „Jón Margeir uppskar eins og Jón Margeir sáði.“ […] „Erla Margrét, amma hátt á sjötugsaldri, hoppaði og öskraði. Erla Margrét hreinlega varð brjáluð. Augnablikið þegar Jón Margeir kom fyrstur að bakkanum, það brjótast allar tilfinningar út. Erla Margrét hefði ekki getað ímyndað Erlu Margréti þetta. Sigurinn er meiriháttar,“ segir Erla Margrét. „Og tilfinningaflóran þegar pabbi Jóns Margeirs kemur með Jón Margeir labbandi út úr sundhöllinni. Erla Margrét var nú hætt að gráta, en að sjá Jón Margeir standa þarna. Erla Margrét var með ekka. Þá brustu Jón Margeir, amman, pabbinn, mamman, systirin og bróðirinn í grát. Gráturinn var hreinar gleðitilfinningar enda einstakur viðburður; „Once in a lifetime“.“ Með ekka eftir sigur á ólympíuleikum „Í leikskóla sagði hann alltaf: Ég ded ekki, ded ekki. Það þýddi ég get ekki. En hann er búinn að sýna núna að hann getur,“ segir Erla Margrét Sverrisdóttir, föðuramma hins rétt tæplega tvítuga Jóns Margeirs Sverrissonar, gulldrengs Íslands. „Hann uppskar eins og hann sáði.“ […] „Ég, amma hátt á sjötugsaldri, hoppaði og öskraði. Ég hreinlega varð brjáluð. Þetta augnablik þegar hann kom fyrstur að bakkanum, það brjótast allar tilfinningar út. Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta. Þetta er meiriháttar,“ segir hún. „Og tilfinningaflóran þegar pabbi hans kemur með hann labbandi út úr sundhöllinni. Ég var nú hætt að gráta, en að sjá hann standa þarna. Ég var með ekka. Það brustu allir í grát. Þetta voru hreinar gleðitilfinningar enda einstakur viðburður; „Once in a lifetime“.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=