Kveikjur

49 Málfræðimoli um fornöfn Fornöfn hafa fleiri en eitt hlutverk enda skiptast þau í sex flokka. Flest eru notuð til að koma í veg fyrir endurtekningar nafnorða. Önnur leggja áherslu á það sem um er rætt og enn annar flokkurinn vísar til eiganda þess sem um er rætt. Hvernig sjáum við svart á hvítu hvaða virkni fornöfn hafa? Með því að koma auga á það hvernig þau hjálpa okkur að skilja, betur og betur. Sjáðu: Til að koma í veg fyrir endurtekningar nafnorða: Sveinbjörg: „Mamma! Veistu um takkaskóna sem Sveinbjörg á? Sveinbjörg finnur ekki skóna.“ Sveinbjörg: „Mamma! Veistu hvar takkaskórnir mínir eru? Ég finn þá ekki.“ Til nánari skilnings: Jóhann: „Pabbi, komdu og sjáðu. Þarna er konan sem hjálpaði mér áðan.“ Pabbi: „Hver þeirra? Þarna eru margar konur.“ Jóhann: „Þessi í svörtu kápunni.“ Pabbi: „Sú sem situr í græna sófanum?“ Jóhann: „Nei, hin sem stendur við hliðina á honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=