Kveikjur

48 Að klippa og líma og snúa út úr Fyrirsagnir eru frábærar til að sýna fram á mikilvægi orðflokka. Um árabil stunduðu Íslendingar þá iðju að selja skreið til ýmissa landa, þ.á m. til nokkurra Afríkulanda (skreið er afhausaður, þurrkaður fiskur). Nígeríubúar elskuðu skreiðina okkar og við seldum mikið af henni þangað – og þess vegna var ekkert skrýtið þótt þessi fyrirsögn birtist einn daginn í blöðunum: Skreið til Nígeríu Þegar maður les þessa fyrirsögn túlkar maður orðið skreið annaðhvort sem sagnorð eða nafnorð. Takmarkað plássið sem fyrirsögnin hefur gerir að verkum að blaðamaðurinn þarf að sleppa þeim orðum út úr setningunni sem gætu hjálpað okkur að ákveða hvað er rétt og hvað ekki. • Notið dagblöð eða netið til að finna fleiri skemmtilegar, kjánalegar, spennandi eða misvísandi fyrirsagnir. • Notið fyrirsagnirnar til að skrifa eigin fréttir, sögur eða ljóð. Finnið á eigin skinni hversu lítið þarf til að kveikja á sköpunargáfunni. Hér er ein sígild til að koma ykkur á sporið: Eistum sleppt úr haldi 5.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=