Kveikjur

47 Aðgangur almennings að Dettifossi verður takmarkaður í tvo daga á meðan tökur á geimverumyndinni Prometheus, í leikstjórn Ridley Scott, fara fram síðar í mánuðinum. Tökur á myndinni hófust á mánudag við rætur Heklu. Hundruð ferðamanna koma að fossinum dag hvern. Tvær leiðir eru þeim venjulega opnar, vesturleiðin sem heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð og austurleiðin sem heyrir undir Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun hefur gefið grænt ljós á tökur austan megin við fossinn og verður lokað fyrir aðgang þar. Umsókn um tökur vestan megin er enn á borði þjóðgarðsvarðar en verður afgreidd síðar í vikunni. Verði hún samþykkt verður aðgengi takmarkað og gömul leið opnuð. „Takmarkanir munu ekki hafa nein afgerandi áhrif á ferðamennsku á svæðinu,“ segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður. Tökuliðið hefur gengist undir skilyrði sem Umhverfisstofnun setur, meðal annars að skila þurfi svæðinu jafngóðu ef ekki betra en það var áður en tökur hófust. Þór Kjartansson, starfsmaður íslenska fyrirtækisins True North sem vinnur að myndinni, segir að lítið sem ekkert verði raskað við náttúrunni við Dettifoss enda tökustaðurinn náttúruvætti. Hann segir fyrirtækið hafa átt gott samstarf við Umhverfisstofnun, starfsmenn þjóðgarðsins, sveitarfélög, sýslumenn og ferðaþjónustuaðila. Um 360 manns koma að verkefninu, þar af 160 Íslendingar. Geimverur loka náttúruperlu 8 fréttir Skrifaðu þrjár fyrirsagnir í dramatískum stíl fyrir þessa frétt. Ræðið í hverju tvíræðnin felst í fyrirsögnum fréttana. 4.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=