Kveikjur

35 Í fljótu bragði er hægt að segja að stafsetning snúist um góðan frágang en málfræðin snúist um að kortleggja grunnlögmál tungumálsins og skilja þau betur. En af hverju viltu t.d. læra stafsetningu og gæta þess að þú skrifir rétta íslensku og af hverju viltu læra á málfræðina og tala með réttum hætti? Þú vilt það því að þú vilt að aðrir taki mark á þér. Tökum einfalt dæmi. Hér fyrir neðan er mjög ýktur texti sem er beinlínis morandi í stafsetningarvillum. Prófaðu að lesa hann og sjáðu hvernig þér líður: Kæjri mótagandti, eg vill sæka umm vinu hja ther i sumar, hveddnig list þer a það? É vill bara fáa sem mest af penigum og lika vill ég bara vinna sem styðstan vinudag því éger með leti skiluru. First þegar ég vann hjá Hermani frænda mínum firir á síðsata sumri fékk ég fult af launum og han segyr að hanngeti gefið þér meðmali með mér ef að þú villt fá. Alt sem ég vil og pabi og mamam líka er að ég geti kaupt minns eigins nammi því að þau seija mér að þau ekki vilja eiða svona miklu ening í sikurdrassl! EF þú átt vinnu mér hrindu þa´í minn sem er 987-6543 eðasendu sms eða póst á tövlupóstin minn [email protected] takk. Þú vilt vanda stafsetningu og skilja málfræði … en af hverju? Hvað gerist þegar viðtakandinn reynir að lesa þessa atvinnuumsókn? Hann verður fyrst og fremst mjög ruglaður í ríminu! Viðtakandinn þarf bókstaflega að afrugla bréfið og þýða það yfir á skiljanlega íslensku til að vita hvað það er sem bréfritari vill og hvað hann stendur fyrir. Sem er alls ekki það sem hann vill gera – hann vill bara ráða manneskju í vinnu á einfaldan hátt, sem fyrst. Svona texti þreytir því lesandann mjög mikið og býður þar að auki upp á alls kyns misskilning. 4. Hvað er athugavert við þetta bréf? Hvaða atriði þarfnast lagfæringar? 5. Skoðaðu undirstrikuðu orðin vel. Hvernig á að skrifa þau? Hvaða stafsetningarreglur gilda við ritun þeirra? Það flýtir fyrir þér að greina orðflokk þeirra áður en þú leitar uppi reglurnar! 6. Skrifaðu bréfið upp og gættu að stafsetningu og góðu málfari. Mundu handbækur!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=