Kveikjur

36 Enginn er fullkominn í íslensku. Allir gera einhverjar stafsetningarvillur, stundum. Meira að segja við sem skrifum þessa bók. En það er á okkar eigin ábyrgð að gera eitthvað í því. Sá sem tekur eftir því að hann hefur tilhneigingu til að gera einhverja ákveðna villu – t.d. að skrifa orðið „tíska“ með ypsíloni – þarf að gera eitthvað í því; minna sig á það og vanda sig meira, t.d. með því að fletta upp í orðabók. Hann gerir það því hann vill auka færni sína. Málfræði er heldur ekki eitthvað fyrirbæri sem kennarar fundu upp til að kvelja nemendur. Málfræði er eins og beinagrind tungumálsins, það sem heldur því uppi og lætur það virka. Hún auðveldar okkur að skilja að orð gegna mismunandi hlutverkum í málinu. Hver einasta tegund orða er ómissandi og það er mikilvægt fyrir þig að átta þig á því. 7. Ísskápurinn er svo gott sem tómur og kexskúffan líka. Skrifaðu niður innkaupalista fyrir ferðina í matvöruverslunina. 8. Ef þú mættir ekki nota nafnorð á innkaupalistanum, hvernig myndir þú skrá niður það sem þú ætlar að kaupa? Skrifaðu listann aftur upp og nú án nafnorða. Auðvelda nafnorðin þér að gera innkaupalista? Eru nafnorð nauðsynleg? Af hverju? Ástkæra móðir! Yndislega, hlýja, alltumlykjandi, kæra, ljúfa, góða, elskandi, alltumvefjandi, elskulega ... Það er hægt að orða hluti á afar ólíkan hátt, enda eru til ótal samheiti yfir langflest orð í íslensku. Sum eru hátíðleg og stíf, önnur flippuð og frjáls. Sum eru líka algerlega óskiljanleg! 9. Hér er stuttur texti úr sögunni um Matthildi. Notaðu samheitaorðabók til að skipta út feitletruðu orðunum. Það er nógu slæmt þegar foreldrar koma fram við börn sín eins og þau væru líkþorn eða dautt skinn, en það verður einhvern veginn enn verra þegar börnin, sem hlut eiga að máli, eru hreint einstök og með því á ég við að þau séu bæði gáfuð og tilfinninganæm. Matthildur var hvort tveggja, en umfram allt var hún fluggáfuð. Hugur hennar var svo fimur og hún var svo fljót að læra að þessi eiginleiki hennar hefði átt að vera augljós jafnvel heimskustu foreldrum. En herra og frú Ormar voru bæði svo hugsunarlaus og svo flækt í ómerkilegt lífsmynstur sitt að þau tóku ekki eftir neinu óvenjulegu í fari dóttur sinnar. Í sannleika sagt, þá efast ég um að þau tækju eftir því þótt hún skriði fótbrotin inn á heimilið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=