Kveikjur

34 2. Draumur í dós! Nú gefst þér og félögum þínum tækifæri til að setja á markað ykkar eigin drykk og líka eitthvað til að narta í með drykknum. Hvað þarf að hafa í huga þegar ný neysluvara er sett á markað? • Hver er markhópur vörunnar? Börn, unglingar, fullorðnir, karlar, konur? Nammigrísir, íþróttafólk, koffínfíklar, grænmetisætur? • Hvert er nafn vörunnar? Innihald? Umbúðir? • Hvernig ætlið þið að koma vörunni á framfæri? Hvaða sölustaðir henta fyrir vöruna? Þarf að búa til auglýsingar? Slagorð? Hvar á að auglýsa, í hvernig miðli? Dagblað, tímarit, útvarp, sjónvarp, samskiptasíður, fréttasíður. 3. Hver er uppáhaldskvikmyndin þín? Settu þig í spor kvikmyndagagnrýnanda og fjallaðu um uppáhaldskvikmyndina þína. Þú getur skoðað kvikmyndagagnrýni í dagblöðum og á netinu til að fá hugmyndir um hvernig á að skrifa slíka gagnrýni. Það eru þó nokkur atriði sem þurfa alltaf að koma fram s.s. • heiti myndar • framleiðandi • heiti leikstjóra • heiti leikara í aðalhlutverki • stutt frásögn um efni myndarinnar (stuttur útdráttur) • mat á því hvernig sagan kemst til skila (hefur hún þau áhrif sem henni er ætlað, er hún trúverðug, eru persónur og sögusvið trúverðugar) • mat á frammistöðu aðalleikara • mat á mynd- og hljóðgæðum • önnur atriði sem þér finnst mikilvæg. Flestir kvikmyndagagnrýnendur gefa myndum einkunnir, allt frá hauskúpu (mjög léleg) upp í fimm stjörnur. Eftir að þú hefur rýnt í þína uppáhaldskvikmynd er forvitnilegt að heyra hversu margar stjörnur þú vilt gefa henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=