Kveikjur

174 Lokaorð Alveg að endalokum, þetta mikilvægasta smáræði Svona lýkur þessari bók um íslensku, tungumál og læsi. Hún heitir Kveikjur vegna þess að flest allt sem við skynjum í heiminum og lífinu kveikir hugsanir og minningar eða snertir okkur á einhvern annan máta. Og það er okkar að taka þessar kveikjur og vinna úr þeim á uppbyggilegan hátt. Skilningur okkar á tungumálinu hefur bein áhrif á það hvernig við hugsum og hegðum okkur. Orðin sem við notum þegar við tölum og skrifum og tjáum okkur hafa áhrif á aðra – og líka þig. Íslenskan er aðgangur þinn að heiminum og aðgangur annarra að þér – valdið er í þínum höndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=