Kveikjur

175 Gátlisti fyrir ritun Þegar þú skrifar er algert lykilatriði að vera frjáls í því sem þú ert að gera, hvort sem það er ljóð, skáldsaga, sendibréf eða ritgerð. Láttu allt flakka sem þér dettur í hug. Ef þú reynir að halda aftur af þér geturðu komið í veg fyrir að allar frábæru hugmyndirnar og hugsanirnar nái að fæðast. Frelsi er því málið, sérstaklega þegar þú byrjar að skrifa. Frumkrafturinn í sköpun felst í því að láta vaða en í sumum tilfellum getur hins vegar verið gott og hjálplegt að hugsa fyrirfram um vissar hliðar málsins: • Um hvað er ég að skrifa? Hvert er aðalatriði málsins? • Hvert er markmiðið með textanum (að fræða, skemmta, upplýsa o.s.frv.)? • Fyrir hvaða lesanda er ég að skrifa? • Vek ég áhuga lesanda? • Á hverju byrja ég og á hverju enda ég? • Þarf ég að gera efnisgrind? Allt þetta skiptir máli upp á orðaval, lengd, stemmningu og þar fram eftir götunum. Mundu að þú getur alltaf leiðrétt þig – en það er miklu betra að gera það eftir sjálf frumskrifin! Mikilvægt er að vanda lokafráganginn: • Er stafsetningin rétt? • Gæti ég þess að hefja setningar á ólíkan hátt? • Nota ég greinarmerki rétt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=