Kveikjur

Skáldsögur og kvikmyndir eiga margt sameiginlegt, ekki síst að bæði listfomin fást við að segja okkur sögur. En leiðirnar sem eru farnar eru um margt ólíkar, enda byggja bókmenntir oftast eingöngu á texta en kvikmyndir notast við myndir, hreyfingu, talað mál, tónlist og texta. Inn í þetta er svo blandað okkar eigin skynjun, ímyndunarafli og hæfileika til að draga ályktanir. Við sem erum alin upp með kvikmyndir og sjónvarp fyrir augunum alla ævi höfum mótast sem lesendur af þeim sökum. Okkur hættir til að vilja láta leiða okkur of mikið áfram og verðum óþreyjufull ef hlutirnir gerast ekki nógu hratt eða skýrt. Þess vegna heyrir maður lesendur stundum kvarta yfir því að í bókmenntum sé margt óskýrt og illskiljanlegt. Þetta er slæm þróun því að stór hluti af töfrunum við bókmenntalestur er þessi innbyggða óvissa, þar sem maður les og les og er nokkuð viss um að skilja en svo bendir eitthvað til að maður hafi ekki skilið alveg rétt og þá verður maður spenntur og les meira og meira og meira. Hvað fannst mér skemmtilegast í þessum kafla? Hvað kom mér á óvart í kaflanum? Hvað fannst mér vanta í þennan kafla? 150 Að lokum – þetta um skáldsagnatexta veit hvað sjónarhorn hefur mikil áhrif á frásögn. get sagt frá atburði og lýst ólíkum sjónarhornum. er klár á hvað atburðarás er. skil að greinamerki skipta miklu máli í rituðu máli. Hvaða máli skiptir að vanda ritun, hvort sem það er bréf, saga eða annað? Hvað þarftu að hafa í huga þegar þú skrifar sögu? Rifjaðu upp eins mörg atriði og þú getur – líka úr fyrri köflum!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=