Kveikjur

149 Atburðarás Allar frásagnir verða til vegna einhvers atburðar. Það er sama hvort það er brandari, saga úr daglegu lífi, hugsun, skáldsaga eða kvikmynd – það er alltaf einhver atburður sem á sér stað og hefur áhrif á það sem á eftir gerist. Það kallast atburðarás. 11. Spreyttu þig á að semja ólíka atburðarás fyrir söguna af Tristan og Írisi. Veldu ólíka atburði sem hafa um leið mismunandi áhrif á framhaldið: • Sorglegur atburður • Vandræðalegur atburður • Hættulegur atburður • Annað sem þér dettur í hug! 12. Skrifaðu eina efnisgrein sem er upphafið á: • klisjukenndri ástarsögu • óvenjulegri ástarsögu • spennusögu með byssum og bílaeltingarleikjum • krúttlegri smásögu um garðálfa Áður en þú byrjar skaltu velta fyrir þér hvernig dæmigert upphaf er fyrir þá sögugerð sem þú valdir. Alveg eins og „Einu sinni var … “ er dæmigerðasta byrjunin á ævintýrum þá eru til dæmigerðar leiðir til að byrja bækur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=