Kveikjur

147 8. Hér til hægri er raunverulegt bréf sem birt var í Vikunni árið 1985. Móðir stúlkunnar sér þetta mál sennilega frá öðru sjónarhorni en bréfritarinn. Skrifaðu bréf til Póstsins, þar sem þú segir þína hlið sem móðir stúlkunnar. Lesendabréf eins og þetta er aðeins eitt margra sem birtist í blöðum, tímaritum og netmiðlum. Hver sem er getur sent inn bréf til blaðsins, um hvaðeina sem honum eða henni liggur á hjarta. Öll eiga lesendabréfin það sameiginlegt að bréfritari er að lýsa skoðun sinni á einhverju máli, hvort sem hann er að hrósa, kvarta, leita ráða eða lýsa afstöðu sinni. Kæri Póstur. Ég er hérna ein fjórtán ára og mig langar til þess að spyrja hvort það geti verið að foreldrarnir ráði alveg yfir manni og hvort þeir geti bara bannað manni allt og til dæmis ekki leyft manni að eyða sínum eigin peningum eins og maður vill. Pabbi og mamma vilja algjörlega ráða því hvenær ég fer út og hvenær ég á að vera komin heim. Þau vilja meira að segja ráða því með hvaða krökkum ég er. Ég hef sagt við þau að ég vilji ráða þessu sjálf. Og til dæmis á ég peninga í banka sem mér hafa verið gefnir og þegar ég ætla að taka út þessa peninga til þess að kaupa mér föt þá segir mamma bara: Nei, takk! Þú átt að geyma þá þangað til þú verður eldri. Elsku Póstur, hvernig get ég látið þau skilja að ég vil fá að ráða mér sjálf? Get ég til dæmis flutt til ömmu ef ég vil og hún vill? Bless, bless. Ein frekja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=