Kveikjur

145 7. Við erum alltaf að reyna að koma skoðunum okkar og tilfinningum á framfæri. Undir vissum kringumstæðum getur verið áhrifaríkt að orða hlutina óljóst en þó er oftast mestur þungi í því að tjá sig skýrt og með einföldum hætti. Skoðaðu þessi tvö ástarbréf, hver er munurinn á þessum tveimur bréfum? Kæra Helga Hlíf! Þegar þú dregur augnlok þín upp á morgni og leyfir augum þínum að lýsa upp heiminn er eins og mér hlýni að innan, frá hvirfli og niður að tám. Þú ert ljós mitt og heimurinn er ríkari af því að þú ert í honum. Þinn, alltaf Jónsi - - - Elsku Helgi Hlynur, sko ég vil bara segja þér að mér finnst þú æði! Það er geðveikt að vakna með þér og augun þín skína sjúklega eins og stjörnur. Þú ert æði og heimurinn græðir sko á því að þú ert í honum. XXX Jóna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=