Kveikjur

144 Hvert vill sagan fara næst? Skrifaðu grófa grind að næsta kafla í þessari frásögn af Tristan og Írisi Sól. Hvert fer sagan? Hvar hefst næsti kafli? Heldur sagan áfram á hefðbundnum nótum eða getur hún farið eitthvert allt annað? Getur hún breyst í vísinda-skáldsögu? Hvernig? Hvað þyrfti þá að gerast? 3. Skrifaðu ljóð um ástina með því að fylla inn í eyðurnar – bara til að prófa þig áfram. Notaðu eftirfarandi form til að styðjast við. Finndu hvernig þessar takmarkanir geta bæði lokað dyrum og opnað aðrar. Finndu hvernig þessi tiltekna samsetning af atkvæðum felur í sér alveg ákveðinn takt – best er að lesa ljóðið sitt upphátt til að finna það. þrjú atkvæði Ef þú ert fimm atkvæði með öllum mjalla sjö atkvæði ég finn þig fljótt í fjöru sjö atkvæði og undan þér hann rennur þrjú atkvæði undan þér. Að skrifa ástarljóð 5. Ástarorðin Hvað einkennir ást eða hrifningu? Vinnið saman og skráið niður sem allra flest orð sem tengjast ást og rómantík. Skrifaðu síðan ástarbréf eða ljóð sem inniheldur a.m.k. tíu orð af listanum. Settu þig t.d. í spor Tristans þar sem hann skrifar Írisi – eða öfugt. 4. Með eða á móti Veldu þér umræðuefni og taktu afstöðu – með eða á móti. Semdu ræðu og leggðu þig fram við að sannfæra bekkjarfélaga þína og fá þá á þitt band. 6. Hugmyndir að umræðuefni: • gallabuxur eru þægilegustu buxurnar • stærðfræði er nauðsynleg • skólabúningar ættu að vera skylda • tölvur eru tímaþjófar • skólareglur eru nauðsynlegar • lestur er tímasóun • hækkum fermingaraldurinn • lækkum bílprófsaldurinn • rómantískar gamanmyndir eru skemmtilegastar • tónlist er hávaði og garg • kettir eru kelidýr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=