Kveikjur

14. Fjöldi nafnorða er búinn til úr sagnorði og viðskeytinu -un. Þá er stofn sagnorðs og viðskeytinu -un skellt saman í eitt orð. Dæmi: skemmtun = skemmt + un. Finndu fleiri dæmi um nafnorð sem eru búin til á þennan hátt. 15. Tor- og and- eru algeng forskeyti. Hversu mörg orð geturðu fundið með þessum forskeytum? 16. Nú skaltu leika þér og búa til orð þar sem þú notar einhver þessara viðskeyta: -ó (strætó), -ótt (doppótt) -ling (dýrlingur) og -ar (bakari). 17. Endurtaktu leikinn en nú áttu að nota forskeyti. Þú getur valið að nota nokkur þessara: al- (algóður), mis- (misheppnaður), aðal- (aðalmálið), ó- (ófær). 131

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=