Kveikjur

130 12. Ó er ekki bara ó. Það getur bæði verið forskeyti (óhljóð) og viðskeyti (strætó). Hvaða orð þekkir þú með forskeytinu ó- ? En hvaða orð kanntu sem eru mynduð með viðskeytinu -ó? Hvernig sker viðskeytið ó sig frá öðrum viðskeytum og hvaða regla virðist eiga við um notkun þess? 13. Þú kannast við bakara og múrara. Orðin eru búin til úr rót + viðskeyti + beygingarendingu. Geturðu fundið út hvert viðskeytið er í orðunum (það er sama viðskeyti í báðum orðunum)? Hvaða orð þekkirðu sem eru með sama viðskeyti? Prófaðu að búa til ný orð með þessu viðskeyti. Orðhlutar Í íslensku skiptast orð upp í svokallaða orðhluta. Þeir eru forskeyti, rót, viðskeyti, stofn og beygingarending. Flókin orð? Ef þú skoðar töfluna hér þá sérðu að þú þekkir þessi fyrirbæri þó þú kunnir ekki endilega orðin yfir þau. ORÐ FORSKEYTI RÓT VIÐSKEYTI STOFN BEYGINGARENDING óhljóð ó- hljóð óhljóð óviti ó- vit óvit -i torfær tor- fær torfær tortrygginn tor- trygg -in tortryggin -n barn barn barn lækning lækn -ing lækning ætlun ætl -un ætlun Sérðu regluna? Forskeyti og rót og viðskeyti mynda stofn (það eru auðvitað ekki alltaf forskeyti eða viðskeyti). Allt sem kemur á eftir stofninum kallast beygingarending.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=