Komdu og skoðaðu fjöllin

4 Íslandsfjöll Stundum heita tvö fjöll sama nafninu en þau eru ekki eins. Hvert fjall er með sínu móti. Hvernig ætli fjöllin hafi orðið til? Mörg fjöll á Íslandi hafa myndast á eldstöðvum. Þar er skorpa jarðar sprungin. Bráðin kvika, lengst neðan úr jörðinni, kemst upp á yfirborðið og storknar. Gosbeltið er þvert yfir Ísland. Þar eru margar eldstöðvar. Þar verður landið til. Þaðan mjakast það hægt og hægt í báðar áttir. Mörg lög af jarðefnum hrúgast hvert ofan á annað. Þetta eru lög af sandi, möl, mold, ösku og hraunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=