Komdu og skoðaðu fjöllin

40338 Yfirheiti þessa bókaflokks er Komdu og skoðaðu ... og við gerð efnisins var tekið mið af áherslum í námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Kennsluefnið Komdu og skoðaðu fjöllin samanstendur af nemendabók og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, verkefnum, sögum og fróðleikshorni þar sem finna má m.a. mikinn fróðleik um fjöll og fleira. Í þessari bók sem er einkum ætluð nemendum í 2.–3. bekk er lögð áhersla á fjöll, gerð þeirra og fjölbreytileika. Tekin eru dæmi um fjöll, víða að af landinu, sem myndast hafa á ólíkan hátt og lýsingar á þeim tengdar við þjóðsögur og frásagnir. FJÖLLIN Sigrún Helgadóttir er höfundur efnisins. Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=