Komdu og skoðaðu fjöllin

Þú og fjöllin Sérð þú fjöll heiman frá þér eða frá skólanum? Það er líklegt. Ísland er fjallaland. Veistu eitthvað um fjöllin sem þú sérð? Kannski veistu hvað þau heita. En veistu hvað þau eru gömul, hvernig þau urðu til, hvað er á bak við þau og hvort einhverjir eiga heima við þau? Hvað er fjall? Það sem sumir kalla fjall kalla aðrir hól eða ás. Til eru mörg orð yfir hóla, hæðir og fjöll á Íslandi. Sum landakort sýna landslag. Á þeim táknar brúnn litur fjöll. Því dekkri sem brúni liturinn er því hærri eru fjöllin. Tölur sýna hvað landið er mörgum metrum hærra en sjórinn. Land sem er lágt yfir sjó er grænt á þessum kortum. 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=