Komdu og skoðaðu fjöllin

20 Esja Esja er innan borgarmarka Reykjavíkur. Líklega geta fáar höfuðborgir í heiminum státað af slíku fjalli. Sumum þykir svo vænt um Esjuna að þeir vilja helst búa þar sem þeir sjá hana. Aðrir horfa til Esju á ferð sinni um borgina eða þaðan sem þeir vinna. Margir ganga á Esju. Oft er straumur fólks upp brattar hlíðar hennar. Esjan hefur áhrif á veðrið í Reykjavík. Hún skýlir austurhluta borgarinnar í norðanátt. Esjan er ekki eldfjall heldur hafa jöklar skorið hana út úr stórum stafla af mörgum ólíkum jarðlögum. Ekki er vitað hvaðan nafnið Esja kemur. Til er saga um konuna Esju sem kom til Íslands frá Írlandi og bjó við Esjuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=