Komdu og skoðaðu fjöllin

12 Dyrfjöll Dyrfjöll eru með elstu fjöllum á Íslandi. Þau eru meira en tíu milljón ára gömul. Oft hafa legið jöklar á fjöllunum. Þeir hafa sorfið fjöllin til og rofið í þau skarð sem er eins og dyr. Vestan við Dyrfjöll er Fljótsdalshérað en austan þeirra er Borgarfjörður eystri. Í fjöllunum eru víða háir klettar og hamrabelti og þar má finna litskrúðuga steina. Í gömlu kvæði segir að tröllkonan Grýla búi í Dyrfjöllum. Margar sögur eru til um huldufólk, álfa og tröll í Dyrfjöllum og nágrenni þeirra. Ein sagan er um stelpuna Siggu. Hún var sveitarómagi og átti slæma vist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=