Kæra dagbók 3

Námsefnið Kæra dagbók 3 er framhald af bókunum Kæra dagbók og Kæra dagbók 2. Námsefnið er sem fyrr ætlað nemendum sem eru að byrja að læra íslensku. Í þessari bók er miðað við aldursstigið 10–14 ára. Efnið getur þó nýst nemendum á öllum aldri. Kæra dagbók 3 er eðli málsins samkvæmt þyngri en fyrri bækurnar tvær og gert er ráð fyrir að nemendur hafi tekið framförum í íslensku. Eins og í fyrri bókum er áhersla lögð á að nemendur öðlist skilning á mæltu og rituðu íslensku máli og getu til að tjá sig á málinu. Þjálfun er fengin með endurtekningum og í nokkuð flóknu samspili þar sem styrking næst meðal annars • með tengingu orðs við mynd • í tengslum við samhengi ritaðs og talaðs máls • með þátttöku í leikrænni tjáningu, leikjum og spilum • með glósum þar sem leitað er orðaskýringa í orða- bókum, þ. á m. á móðurmáli nemandans ef þær eru fyrir hendi. Efni og uppbygging Námsefnið skiptist í • nemendabókina Kæra dagbók 3 • hljóðbók á vef Menntamálastofnunar, www.mms.is • ítarefni í pdf – formi og ábendingar til kennara sem unnt er að sækja og prenta út af vefsíðunni: mms.is Nemendabókin skiptist í 17 kafla og er hver kafli ein opna að undanskildum fyrsta og síðasta kaflanum. Uppbygging og skipulag er hið sama og í fyrri bókum og sögupersónurnar þær sömu, systkinin Sonja og Símon ásamt fjölskyldu og vinum. Í Kæra dagbók 3 dvelur fjölskyldan enn þá í höfuð- borginni. Nú hefur Sólveig Hekla bæst í hópinn og amma og afi koma í heimsókn. Í frístundum gerir fjölskyldan margt skemmtilegt saman. Farið er í stuttar ferðir, hjálpast að við garðverkin, spilað og leikið sér. Mikið er um að vera í skól- anum hjá Sonju og Símoni og fá lesendur að fylgjast með daglegu lífi í gegnum dagbækur þeirra, tölvupóst og smá- skilaboð (SMS). Vinstri blaðsíða í opnu • Sem fyrr er stóra myndin efst lýsandi fyrir efni kaflans. Við nokkra hluti á myndinni, athafnir og aðstæður eru rituð orð. Gert er ráð fyrir að nánar sé fjallað um efnið í samtali út frá myndinni, fleiri orð kennd og byggðar upp setningar í kringum þau. • Í myndaröð skýrast nokkur orð og hugtök úr text- anum enn betur. Þessi orð ásamt orðum á stóru myndinni eru rifjuð upp í ítarefni. • Texti með dagbókarskrifum og tölvubréfum er einn- ig á síðunni og líka lítið glósublað sem nemandinn getur fært yfir á stærra glósublað í ítarefninu. • Glósublaðið er fyrst og fremst til að minna á mikilvægi þess að nemendur noti orðabækur sem hjálpartæki við íslenskunám sitt ef mögulegt er. Á glósublaðinu eru aðeins fyrstu 5–6 orðin sem nem- endur þurfa væntanlega að glósa. Tvípunktur aftan við orð merkir að orðmyndin þar fyrir aftan sé sú mynd orðsins sem finnst í orðabókum. Aftan við samasemmerki er hins vegar útskýring, t.d. samheiti eða önnur skýring. Hægri blaðsíða í opnu • Hér eru verkefni og æfingar sem nemandinn vinnur beint í heftið. Fleiri svipuð verkefni með hverjum kafla er að finna í ítarefninu. Afar brýnt er að sækja verk- efnin í ítarefninu, prenta út og nota samhliða kennslu bókarinnar til tryggja að nemendur fái nægilega endurtekningu og þjálfun. • Á vefsíðunni eru áherslur og markmið hvers kafla skilgreind og bent á annað efni og aðferðir sem kennarar geta nýtt sér, svo sem bækur og vefefni. • Í horninu neðst til hægri er, eins og í Kæra dagbók 2, lítill fróðleiksmoli um atriði sem tengjast efni kaflans. Um námsefnið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=