Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 56 Leyndarmálið Ég var ótrúlega heppin á leiðinni í skólann í dag. Ég var rétt lögð af stað og ætlaði að koma við hjá Fúsa. Í innkeyrslunni hjá húsinu hans sá ég eitthvert blátt bréfsnifsi í polli. Hvað var þetta? Ég beygði mig niður og trúði varla eigin augum. Þetta var fimm þúsund kall. Vá! Ég hristi af honum vatnið, leit í kringum mig og stakk honum svo snöggt í vasann. Ég ætlaði að rjúka upp tröppurnar hjá Fúsa og segja honum frá því en ákvað svo skyndilega að ég ætlaði ekki að segja neinum frá þessu. Ég veit ekki alveg hvers vegna. Kannski langaði mig bara að eiga þetta sem leyndarmál fyrir mig. Mér tókst að þegja yfir leyndarmálinu allan daginn í skólanum. Þegar ég kom heim úr skólanum fór ég aldrei þessu vant beint að læra. Fimm þúsund kallinn var enn þá blautur svo ég setti hann á ofninn í herberginu mínu. Svo kom bróðir minn heim. Við höfum verið svo góðir vinir eftir veiðiferðina að ég gat ekki stillt mig um að segja honum frá því hvað ég hefði verið heppin. Ég hefði betur sleppt því. Fyrst var hann bara glaður fyrir mína hönd. Svo fór hann að spyrja. – Hvar fannstu fimm þúsund kallinn? Ég sagði honum það. – Þá getur vel verið að einhver í húsinu hjá Fúsa hafi misst peninginn. Það fóru að renna á mig tvær grímur. – Það er alls ekki víst. Hann hefur kannski bara fokið þangað eða eitthvað, sagði ég. – Þér ber samt skylda til að kanna það, svaraði hann. – Skylda hvað? Hvað meinarðu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=