Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

55 Jafnrétti Hafa dýr jafn mikinn rétt og menn? Hafa börn jafnan rétt og foreldrar? Hafa allir fullorðnir jafnan rétt? Hefur fatlað fólk jafn mikinn rétt og þeir sem eru ófatlaðir? Hafa konur og karlar jafnan rétt? Hafa stelpur og strákar jafnan rétt? Hafa kennari og nemandi jafnan rétt? Er einhver réttur sem allir hafa alls staðar, hvort sem það eru börn eða fullorðnir? Kannski fleiri en einn réttur? Kímnigáfa Er eitthvað fyndið við að … maður hangi láréttur á flaggstöng í hávaðaroki? bekkjarfélagi mæti í náttfötunum í skólann? fólk rífist? fólk æsi sig út af smámunum? frændi minn mætir alltaf drukkinn í fjölskylduboð, kófdrukkinn? Af hverju eru ekki allir sammála um hvað er fyndið? Myndirðu óska þér að allir í heiminum hefðu sömu kímnigáfuna? Er mikilvægt að fólk hafi kímnigáfu? Hvers vegna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=