Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 48 mögulegan hátt. Ég skil ekki af hverju mennirnir haga sér svona. Ef heimurinn er eins og hann birtist í fréttum ætti hann að vera bannaður börnum. Ég velti því fyrir mér hvort heimurinn sé að batna eða versna. Mér líður ekki vel þegar ég hugsa um þetta. Fréttir Er það frétt að … ánamaðkur skríði ofan í jörðina? sólin skíni á morgun? margir fái flensu? foreldrar séu góðir við barnið sitt? foreldrar séu vondir við barnið sitt? fólk deyi? fólk lifi? einhverjir fremji bankarán? fundið er nýtt lyf við alvarlegum sjúkdómi? Hjálpar til að skilja heiminn Hvað hjálpar ykkur til að skilja heiminn: foreldrar (af hverju ekki / hvernig þá)? amma og afi (af hverju ekki / hvernig þá)? áhugamál? vinir (af hverju ekki / hvernig þá)? bækur (af hverju ekki / hvernig þá)? hugmyndir (af hverju ekki / hvernig þá)? þú sjálf(ur) (af hverju ekki / hvernig þá)? spurningar (af hverju ekki / hvernig þá)? svör (af hverju ekki / hvernig þá)? ekkert?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=