Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

47 Í fréttum Ég er nýlega byrjuð að fylgjast með fréttum í sjónvarpinu. Sumar fréttirnar eru áhugaverðar. Til dæmis frétt um lamb sem fæddist með tvö höfuð. Ætli það sé þá ekki með tvo heila? Það hlýtur að vera mjög erfitt. Ætli lambið þurfi þá að læra allt tvisvar? Og hvað ef annar heilinn vill bíta gras en hinn vill drekka mjólk? Ég gæti trúað að aumingja lambið eigi erfitt með að ákveða sig. Svo var frétt um Pandabjörn í Kína sem eignaðist hún. Svona fréttir eru undantekningar. Flestar fréttirnar eru um eitthvað hörmulegt. Ég er ekki viss um að ég endist mikið lengur til að horfa á fréttir. Á hverjum degi gerist ótalmargt hræðilegt í heiminum. Flóð, jarðskjálftar, stríð, morð og endalaust svindl og svínarí. Um hvað eru þessir fréttamenn eiginlega að tala? Fyrst þegar ég byrjaði að horfa á fréttirnar spurði ég mömmu og pabba í sífellu um hvað væri verið að tala. Fyrst gáfu þau mér stutt svör en oftast var sussað á mig. Ég verð víst að reyna að skilja þetta sjálf eða bara að sleppa því. En því meira sem ég hugsa um fréttirnar þeim mun ruglaðri verð ég. Það er eins og það sé ekki nóg að náttúruöflin, sem mennirnir ráða náttúrulega ekkert við, drepi fólk á hverjum degi út um allan heim. Nei, nei, mennirnir þurfa að bæta við enn meiri hörmungum með því að drepa hver annan í stríði og níðast hver á öðrum á allan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=