Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

49 Veiðiferðin Mamma og pabbi eru mikið útivistarfólk. Mömmu finnst mest gaman að ganga á fjöll og gróðursetja plöntur á sumarbústaðalóðinni okkar. Við eigum engan sumarbústað enn þá en hann á að vera tilbúinn næsta sumar. Þangað til fær mamma alla fjölskylduna í gróðursetningarferðir. Það nöldrar ekkert okkar mikið þótt ég geti sagt að okkur finnist þetta ekki öllum jafn skemmtilegt. Pabbi er ekki eins spenntur fyrir trjám en þeim mun áhugasamari um fiska. Ég held að honum hafi tekist að smita okkur systkinin með veiðidellu. Í fyrrasumar, þegar ég var bara sjö ára, var mér bannað að koma nálægt þar sem verið var að veiða á fluguveiðistöng, hvað þá að fá að prófa sjálf að kasta. Nú er ég orðin átta ára og þá er það ekki lengur bannað. Í þetta sinn förum við í Veiðivötn. Þangað hef ég aldrei komið áður og ég er orðin mjög spennt. Við erum búin að pakka öllum farangrinum og veiðidótinu í bílinn. Pabbi og mamma gáfu mér veiðistöng í afmælisgjöf. Þetta er fluguveiðistöng. Ég hef aldrei veitt á flugu áður. Pabbi ætlar að kenna mér það í þessum veiðitúr. Við höfum æft okkur að kasta úti á túni. Það gekk mjög illa fyrst og ég var alveg að gefast upp. En pabbi hvatti mig áfram og nú segir hann að ég sé alveg komin með réttu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=