Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 46 Hugrekki Þarf hugrekki til að … klaga í kennarann? sleppa heimalærdómnum? ljúga að kennaranum? hjálpa þeim sem eru lagðir í einelti í frímínútum? segjast vera skotin(n) í strák/stelpu? segja alltaf hvað manni finnst í raun? að vera maður sjálfur? Illska eða óvitaskapur Af hverju meiða sumir aðra oft og mikið? Ætli öllum sem meiða aðra finnist það gaman? Hvernig getur maður vitað hvort einhver meiðir óvart eða viljandi? Hvernig er best að fá fólk til að hætta að meiða aðra? Má loka þá inni í skáp? Má taka uppáhaldsleikföngin þeirra af þeim? Má tuska þá til? Hver ætli sé besta aðferðin til að fá þá sem meiða aðra til að hætta því?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=