Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

39 Það sem er satt Er það satt að það sé leikur að læra? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að skólinn sé leiðinlegur? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að lífið hafi tilgang? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að allir hlutir séu búnir til úr efni? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að hugurinn og heilinn sé það sama? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að tölur séu óendanlega margar? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að fólk geti trúað því sem það vill? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að himinninn sé blár? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að sólin komi alltaf upp á morgnana? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er það satt að hugmyndirnar okkar séu eins og heimurinn sjálfur? Er hægt að sanna eða afsanna það? Er eitthvað til sem verður örugglega alltaf satt? Er hægt að sanna eða afsanna það? Skilningur Hvernig skiljum við að 1 + 1 er það sama og tveir? Hvernig skiljum við að það er betra að gefa en þiggja? Hvernig skiljum við að það kviknar á ljósaperum þegar við kveikjum á þeim? Hvernig skiljum við hvað er að gerast í fótboltaleik? Hvernig skiljum við hvers vegna það eru stríð? Hvernig skiljum við að við gerum stundum það sem við vitum að er óhollt fyrir okkur? Hvernig skiljum við af hverju okkur líður stundum illa? Hvernig skiljum við af hverju fullorðið fólk er stundum vont við okkur? Hvernig getum við skilið af hverju allir deyja einhvern tímann? Hvernig getum við skilið það sem annað fólk segir við okkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=