Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 40 Risi og trítill Kennarinn minn sagði okkur sögu í dag. – Hún á að fá ykkur til að hugsa, sagði hann. Mig langaði til að spyrja hann hvort það væru til sérstakar sögur til að fá krakka til að hætta að hugsa. Sagan var svona: Það var einu sinni agnarsmár maður. Hann var svo lítill að hann var ekki stærri en litli fingur á venjulegum manni. Honum leið alltaf illa. Hann var náttúrulega alltaf minnstur. Aldrei kosinn í fótbolta. Það var alltaf verið að stríða honum. Hann var kallaður putti, trítill, stubbur, smáni og fleira. Stundum var hann set tur í búr og allir horfðu á þegar hann var píndur til að hlaup a í hjóli eins og hamstur. Einn daginn fékk hann nóg. Hann bjó sér til bréfbát og sigldi út á haf. Mikið leið honum vel, hann var loksins frjáls. Honum leið svo vel að hann sofnaði. Hann vaknaði við að bréfbátinn hans rak upp í fjöru. Hann varð mjög hissa þegar hann sá ótrúlegan fjölda af pínulitlum köllum horfa á sig á ströndinni. Þegar hann horfði betur sá hann að þetta voru karlar, konur og líka börn. Þau voru náttúrulega enn þá minni. Hann fór að skellihlæja. Sjá, hvað allir voru pínulitlir. Hann mundi samt hvernig risarnir höfðu komið fram við hann og ákvað að vera góður við stubbana. Þeir gátu ekki annað en tekið honum vel. Í nokkra daga hjálpaði hann þeim að bera timbur, slíta upp tré og ýmislegt. Þeir voru eins og maurar um allt, ótrúlega margir. Þess vegna spurði hann: – Hvað eru þið eiginlega margir. – Við erum óteljandi, svaraði höfðinginn. – Það er útilokað, sagði hann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=