Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

Heimspeki sögur 28 Að skilja út undan Er ég að skilja út undan ef ég … skil hundinn minn eftir inni þegar ég fer út að leika mér? gef ekki öðrum af namminu mínu? deili ekki hugmyndum mínum með öðrum? þykist vera annar/önnur en ég er í raun? segi ekki öðrum hvernig mér líður? hef bara sumt fyrir sjálfa(n) mig og engan annan? Bannað að trúa Er bannað að trúa því að … einn ákveðinn hundur í öllum heiminum sé besti hundur í heimi? ákveðinn íþróttamaður sé sá besti í heiminum? ein ákveðin manneskja sé besta manneskja í heiminum? ein ákveðin manneskja sé versta manneskja í heiminum? sumt fólk sé hættulegra en annað fólk? engir tveir séu eins? allt sem manni er sagt sé satt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=