Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

29 Flísin í auganu Einn af kennurunum er alltaf að vitna í frægt fólk og hvað það hefur sagt viturlegt. Stundum er gaman að því, ef það hefur sagt eitthvað mjög snjallt, en oft er það óskiljanlegt. Við vorum að læra um kristna trú í dag. Flestir Íslendingar eru víst kristnir. Jesús var aðalmaðurinn og fórnaði sjálfum sér svo að mennirnir sæju að hann væri í raun guð í mannsmynd. Einn af fylgismönnum hans, en þeir voru kallaðir postular, var Páll nokkur. Kallaður Páll postuli. Ekki uppnefni held ég eins og Gunna grís eða eitthvað. Samkvæmt því sem kennarinn sagði okkur í dag er Páll og það sem hann segir í Biblíunni mjög mikilvægt. Eitt af því sem Páll á að hafa sagt er þetta og nú verðið þið að taka vel eftir: Það góða sem ég vil, það geri ég ekki, en það illa sem ég vil ekki, það geri ég. Samkvæmt skýringu kennarans á þetta að vera útskýring á því hvernig mennirnir eru og af hverju þeim gengur svo oft illa að lifa góðu lífi. Ég held ég skilji hvað hann meinti og það minnti mig allt í einu á bróður minn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=