Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

27 – Hvar heyrðirðu þetta bull elskan, í skólanum? sagði mamma. – Nei, sagði ég sannleikanum samkvæmt. Mamma var orðin aðeins pirruð. Hún reynir að láta eins og hún sé ekki reið en ég sé að hún er það. – Einhvers staðar hefurðu heyrt þetta rugl. – En ég heyrði þetta ekki neins staðar, sagði ég í örvæntingu. Ég bjó þetta til sjálf. Það er nýr strákur í bekknum sem heitir Havel. Hann er frá Póllandi. Hann bauð öllum krökkunum í bekknum í afmælið sitt nema mér. Ég veit ekki af hverju. Nú var ég kominn með kökk í hálsinn. – Ég hef ekki gert honum neitt. – Svona nú elskan, sagði pabbi blíðlega, nú skil ég þetta betur. Ég skal tala við kennarann þinn og laga þetta. Kannski vita Havel og foreldrar hans ekki um regluna sem gildir í skólanum. Þau hafa kannski bara gleymt þér óvart. – Ég vil ekki að þú talir við kennarann, sagði ég, mig langar ekkert í þetta heimska afmæli. – Við sjáum nú til, sagði mamma, þetta er örugglega bara einhver misskilningur. Ég sagði ekkert meira. Ég held að það hafi ekki verið neinn misskilningur. Pólverjum finnst örugglega bara í lagi að skilja út undan. Þess vegna sagði ég að þeir væru asnar. Ég má greinilega ekki hafa þá skoðun. Er þá nokkuð skoðanafrelsi á Íslandi? Fordómar Er í lagi að trúa því að allar stelpur séu leiðinlegar? Er í lagi að trúa því að allir strákar séu leiðinlegir? Er í lagi að trúa því að útlendingar séu skrýtnir? Er í lagi að trúa því að allir svanir séu hvítir? Er í lagi að trúa því að allir sem eru ósammála mér séu asnar? Er í lagi að trúa því að fótboltaliðið sem ég held með sé best? Er í lagi að trúa því að heil þjóð sé asnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=