Hugrún – Sögur og samræðuæfingar

15 Lífið er leikur Ég á við þrálátt vandamál að stríða. Pabbi notar þetta orð mikið og ég hef tekið það upp eftir honum. Þetta er satt best að segja eitt af mínum uppáhaldsorðum. En ef þið þekkið ekki orðið þá skiljið þið það þegar ég hef sagt ykkur frá vandamáli mínu. Einu af mörgum, því ég hef komist að því að lífið er fullt af vandamálum. Ekki bara hjá mér, sem betur fer, heldur sennilega hjá öllum. En vandamálið er svokölluð heimavinna sem kennarinn setur okkur fyrir. Fyrst þegar ég var að byrja í skólanum þá var ekkert svona. Þetta byrjaði með heimalestri þegar við þurftum að æfa okkur heima í að lesa, síðan hefur þetta farið vaxandi og ég er dauðhrædd um að það taki engan enda. En það er í sjálfu sér ekki vandinn. Vandinn er sá að oftast þykir mér þessi heimavinna leiðinleg og í raun kvelst ég undan henni. Sérstaklega

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=