Hitt og þetta

66 Skólar í Víetnam Börn í Víetnam byrja oftast í grunnskóla þegar þau eru sex ára Skólaskyldan er að minnsta kosti fimm ár Börn í Víetnam fara í skólann sex daga vikunnar Á sunnudögum er frí Skóladagurinn er fjórar klukkustundir Skólaárið byrjar í september og því lýkur í maí Það er ætlast til að börn taki skólann mjög alvarlega og leggi hart að sér Flestir skóladagar byrja á því að kennarinn kallar nemendur upp og spyr þá spurninga Á laugardögum er upprifjun Nemendur standa þá upp og segja kennaranum hvað þeir lærðu í vikunni Nemendur fá ekki einkunnir Í staðinn er þeim raðað eftir getu, fyrsti, annar, þriðji og svo framvegis Flestir nemendur í Víetnam verða að klæðast skólabúningi Margir skólar eru fullsetnir af því að það eru svo mörg börn í Víetnam Nemendur eru hvattir til þess að halda sér í líkamlegu formi Þeir gera því æfingar á hverjum degi í frímínútum Nemendur skiptast á að þrífa skólann sinn Þeim er skipt í hópa Þegar röðin kemur að þeim mæta þeir snemma í skólann og sópa gólfin, hreinsa töflurnar og fara með ruslið Sum börn, sérstaklega í sveitum, ganga ekki í skóla Þau þurfa að hjálpa fjölskyldum sínum að vinna Skólar í nokkrum löndum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=