Hitt og þetta

58 Leit Á netinu Á netinu Notkun netsins Notkun internetsins eða netsins jókst um rúm 1100% á árunum 2000-2019 Í könnun sem var gerð í júní 2019 kemur fram að 4 536 248 808 manns eða um 59% allra í heiminum noti internetið Tölur sýna að það eru fleiri karlar en konur sem nota netið Í Evrópu nota 87,7% íbúa internetið en þar er kynjamunurinn minnstur Í Afríku nota 39,6% íbúanna internetið og í Asíu nota 54,2% netið Á Íslandi er tölvu- og snjallsímanotkun mjög algeng Í nýlegri könnun kemur fram að 98,6% hafa aðgang að netinu og flestir eiga snjallsíma Margir nota netið til að senda tölvupóst og til að leita upplýsinga í leitarvélum, til dæmis um farmiða, skóla og ýmislegt í sambandi við mat og lyf Samfélagsmiðlanotkun er frekar mikil og flest ungmenni nota þá til þess að eiga samskipti við fjölskyldu og vini Ungt fólk notar netið líka til að streyma og hlaða niður tónlist og kvikmyndum og margir nota tölvur, snjalltæki og internetið við nám

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=