Hitt og þetta

52 Skólamáltíðir í nokkrum löndum Skólamáltíðir í nokkrum löndum Hvað borða nemendur í skólanum? Noregur Í norskum skólum eru engir matsalir Norskir krakkar borða hollan mat í hádeginu og koma með nesti að heiman Venjulega er nestið samlokur með osti eða kjötáleggi Í mörgum skólum geta krakkar keypt ódýra mjólk, jógúrt eða ávexti Hádegishléið er aðeins 30 mínútur og allir nemendur borða í skólastofunum sínum Finnland Í Finnlandi fá allir nemendur ókeypis mat í skólanum Venjulega er ekki hægt að velja mat Það verður þó algengara að boðið sé upp á sérmat fyrir grænmetisætur Maturinn í finnskum skólum er hollur Á flestum stöðum eru matseðlar vikunnar birtir í fréttablaðinu á staðnum til þess að foreldrar geti fylgst með hvað börnin þeirra fá að borða í skólanum Indland Í mörgum skólum í fátækum héruðum á Indlandi er boðið upp á hádegismat Það er gert til að hvetja foreldra til þess að senda börnin sín í skólann Börn sem koma í skólann fá þá örugglega eina máltíð á dag Hádegismaturinn er hrísgrjón og grænmetiskarrí, aldrei kjöt Maturinn er ókeypis

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=