Hitt og þetta

42 Matarvenjur Könnun sem gerð var í Bandaríkjunum sýnir að börn sem borða fyrir framan sjónvarpið borða minna af ávöxtum og grænmeti en hin sem horfa ekki á sjónvarpið á meðan þau borða Þau borða líka fleiri pitsur, meira kex og alls konar ruslfæði Og þau drekka meira af gosi Fjölskyldur sem setjast niður saman og borða kvöldmat borða hollari mat Þá er oftast búið að skipuleggja máltíðina og oft eru tvær gerðir af grænmeti á matseðlinum Þeir sem borða almennilegan kvöldmat borða síður seinna um kvöldið Þeir sem venja sig á að vera alltaf að borða smá snarl geta aftur á móti borðað allt kvöldið Í fréttinni segir að sjónvarpsgláp geri fólk svangt Þegar auglýsingarnar byrja hlaupa allir inn í eldhús og ná í eitthvað að borða Fólk verður jafnvel enn svengra þegar það sér eitthvað gott að borða í sjónvarpinu Hollt snarl er ekki oft auglýst í sjónvarpinu Hefur þú séð epli eða gulrætur auglýstar í sjónvarpinu? Matarvenjur margra frægra persóna sem sýndar eru í sjónvarpinu hafa áhrif á okkar matarvenjur Við kunnum vel við þetta fólk, af hverju ekki að borða eins og það? Fréttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=