Hitt og þetta

38 Treystu fjölskyldunni og ekki bankanum! Fjölskylda Hönnu hafði verið rík Þau áttu heima í fallegu húsi í Jerúsalem Vegna lélegra fjárfestinga misstu þau allar eigur sínar Þau kenndu bönkunum um og eftir þetta missti Hanna alla trú á bönkum Hún ákvað að geyma spariféð sitt í rúmdýnunni sinni Það er talið að sparifé hennar hafi jafngilt 20 milljónum íslenskra króna Elstu dóttur Hönnu, sem hét Ester, fannst mömmu sína vanta nýja dýnu Gamla dýnan var hörð og skítug Hún keypti því nýja dýnu til að gleðja mömmu sína og koma henni á óvart Ester hringdi á flutningabíl og lét keyra gömlu dýnuna á ruslahauga Þegar Hanna sá fallegu, nýju dýnuna í rúminu sínu fór hún að hágráta – Hvar er dýnan mín? hrópaði hún Allt spariféð mitt er inni í dýnunni Síðan hafa Ester og Hanna leitað á ruslahaugum í nágrenninu en þær hafa ekki fundið dýnuna Fréttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=