Hitt og þetta

24 Jól um allan heim Jólin eru ein stærsta hátíð sem haldin er í heiminum Þeim er fagnað af kristnu fólki og líka þeim sem ekki eru kristnir Lengd hátíðahaldanna og hefðir, skreytingar og matur eru mismunandi eftir löndum, en andi jólanna er sá sami um allan heim, jólin eru hátíð kærleika og friðar Jólin í Kína Í Kína er 25 desember ekki frídagur frídagur nema í borginni Macau, sem var portúgölsk nýlenda, og í Hong Kong sem var bresk nýlenda Í stærstu borgum Kína skreytir fólk samt húsin sín með fallegum luktum um jólin Kínverjar hafa líka jólatré sem þeir skreyta með blómum og luktum úr lituðum pappír Fyrir tuttugu árum hélt enginn upp á jólin í Kína Það er vegna þess að jólin eru kristin hátíð og aðeins eitt prósent Kínverja eru kristnir Núna eru hins vegar merki um jólahald út um allt í kínverskum stórborgum, aðallega fyrir ferðamenn ferðamenn Í sveitunum er ekkert jólaskraut Mikilvægasta hátíðin í Kína eru áramótin Kínverjar taka á móti nýju ári í janúar eða febrúar Þá fá börn ný föt og leikföng Fólk borðar hátíðamat og horfir á flugeldasýningar Jól um allan heim

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=