Hitt og þetta

22 Lúsíumessa Lúsíumessa er haldin hátíðleg í Svíþjóð 13 desember Þessi sænska ljósa-hátíð er haldin til þess að auka birtu í svartasta skammdeginu í desember Á Lúsíumessu færa sænsk börn foreldrum sínum morgunmat í rúmið eldsnemma Stelpurnar leika Lúsíu Þær eru í hvítum kjólum með ljósa-kórónu á höfðinu Áður fyrr kviknaði stundum í hárinu á þeim af því þá voru notuð lifandi kertaljós Strákarnir halda á kerti Þeir eru í hvítum fötum sem líkjast náttfötum og með oddmjóan hatt með gullstjörnum En hver var Lúsía? Lúsía fæddist á Sikiley á fjórðu öld Hún var kristin en á þeim tíma var ólöglegt í mörgum löndum að vera kristinn Það er sagt að Lúsía hafi komið með mat til kristinna manna sem voru í felum í dimmum göngum Til þess að lýsa veginn var hún með kerta-kórónu á höfðinu Sagt er að Lúsía hafi birst á vatni í Svíþjóð í hvítum kjól með mat og drykk handa fátæku og sveltandi fólki Þess vegna halda Svíar Lúsíuhátíð Merkisdagar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=