Varúð - Hér býr ... Varúlfur

83 andi nefið upp eftir fótleggjunum, að maganum og stoppar við hálsinn. Ég þori ekki að anda og get ekki hreyft mig. Fæturnir hlýða mér ekki. Mamma stígur fram. Gengur á milli mín og Úlfhildar. Ég er svo fegin að seyðið virkaði … að mamma er ekki varúlfur lengur … en hún ræður varla við varúlfinn núna! Mamma tekur dósina úr höndunum á mér. „Inn með ykkur krakkar!“ skipar mamma ákveðin. Hún starir þráðbeint í augu Úlfhildar og lyftir dósinni að nefi hennar. Úlfurinn urrar með samanbitnar tennur. Úr stórummunninum lekur slef. „Ertu svöng?“ spyr mamma blíðlega og fetar sig aftar með dósina. Varúlfurinn eltir. Marius grípur í höndina á mér og togar mig inn í húsið. Mamma er hálfnuð upp stigann að útidyrunum. Úlfhildur hikar í neðstu tröppunni. Hún urrar hátt og glefsar út í loftið. Skyndilega rís Úlfhildur upp á afturlappirnar og gólar upp í himininn. Við Marius höldum fast hvort

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=