Varúð - Hér býr ... Varúlfur

82 Hún er mun stærri en áður. Miklu voldugri. Grá eyrun eru stór og sperrt. Feldurinn er dekkri en í fyrrinótt. „Mamma … ?“ hvísla ég. Varúlfurinn snýr sér snöggt við og hnusar út í loftið. Breiðar axlirnar hreyfast upp og niður í takt við djúpan og háværan andadráttinn. Hún gefur frá sér lágvært urr og stekkur að mér. Ég kippist við en reyni að halda ró minni. Nú er hún komin alveg upp að mér og starir á mig hvössum augum. En … augun eru ekki gul eins og í gær. Þau eru svört eins og lakkrís. Glansandi og djúp eins og nóttin. Hún er svo … breytt. „Hvað er í gangi?“ heyri ég allt í einu mömmu segja fyrir aftan mig. „MAMMA!“ hrópa ég og átta mig. Þessi varúlfur er ekki mamma … Þetta er Úlfhildur! Ég hefði átt að sjá það á gráum feldinum og dökkum augunum. Marius og mamma stara á varúlfinn. Hún fikrar sig á fjórum fótum í kringum mig og þefar af mér. Svo færir hún stórt og glans-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=