Varúð - Hér býr ... Varúlfur

34 HNUSAÐ UPP Í VINDINN Marius hefur augun á mömmu í garðinum og ég stekk inn í eldhús til að sækja kattamat. Í neðstu skúffunni blasa við mér ótal dósir. Þarna eru til dæmis nýrnabaunir, kókosmjólk og tómatmauk. Einu sinni gerði mamma lasagna og notaði óvart kattamat í sósuna. Sem betur fer fattaðist það um leið. Síðan þá hef ég reynt að sannfæra mömmu um að geyma kattamatinn í geymslunni. Hún segir að Hvæsi sé hluti af fjölskyldunni og eigi að hafa matinn sinn í eldhúsinu eins og aðrir. Ég gríp eina dósina og opna hana yfir vaskinum. Um leið finn ég grófan feld Hvæsa strjúkast við annan fótlegginn á mér. „Þetta er ekki fyrir þig.“ Hvæsi virðist skilja mig því hann sendir mér illt augnaráð og snýr sér móðgaður undan. Ég fer fram í anddyri með dósina og rétti hana í átt að Mariusi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=