Varúð - Hér býr ... Varúlfur

33 Stundum, þegar ég er reið, bitnar það á Mariusi. Hann á það yfirleitt ekki skilið. Ég þoli bara ekki heimskulegar spurningar. „Úlfar eru af hundakyni … þú veist, náskyldir hundum. Þeir hljóta þá að éta hundamat!“ „Ég á engan hundamat, Marius!“ svara ég pirruð. „Ah …,“ segir Marius og klórar sér í enninu. „Kannski getum við bankað hjá nágrönnum þínum … en þá sjá þeir reyndar varúlfinn. Ég meina mömmu þína.“ Uppástunga Mariusar er gagnslaus. Síst af öllu viljum við betla hundamat af nágrönnummínum og hætta á að þeir sjái loðinn varúlf í garðinum. „En .. Marius!“ segi ég og brosi. „Ég á FULLT af kattamat! Það er næstum því eins. Það er allavega sama ógeðslega lyktin af þessu dósasulli!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=