Hér býr umskiptingur

9 Allt í einu átta ég mig á því að ég hef staðið yfir Mariusi í margar mínútur. Mig langar að komast út, enda fáránlegt að vera lengur í skólanum en ég þarf. „Drífðu þig!“ segi ég við Marius. „Ég kem eftir smá stund,“ svarar hann. „En fyrst ætla ég að bjóða kennaranum aðstoð við að sópa gólfið.“ Ég fórna höndum og gefst upp á biðinni. Svo hleyp ég út á skólalóð, illa klædd eins og venjulega. Ég hef týnt sjö húfum það sem af er skólaárinu en mér er alveg sama. Ég elska að finna vindinn feykja hárinu til og frá. Loks skilar Marius sér út á skólalóðina. „Mikið var,“ segi ég og geng af stað heim á leið. Við Marius erum alltaf samferða heim. Hann á reyndar oft í vandræðum með að halda í við mig. Ég hleyp hraðar en allir í skólanum eða að minnsta kosti flestir. Marius er meira fyrir hægan takt. Hann vill taka eftir blómunum og umhverfinu. Við komum að blokk Mariusar. Hann býr á fimmtu hæð í rauðu blokkinni á horninu. Marius býr með foreldrum sínum og Þór litla bróður sínum. Foreldrar þeirra eru mikið í vinnunni og Marius hjálpar þeim

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=